Kaupir Maríustyttur, kaffibolla og lavender

María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4 sjónvarpsstöðvarinnar. Á þessari mynd er …
María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4 sjónvarpsstöðvarinnar. Á þessari mynd er hún stödd í Aþenu.

Á meðan sumir taka aðeins minningar og  ljósmyndir með heim úr ferðalaginu safna aðrir seglum á ísskápinn, ákveðnum minjagripum eða hamstra matvörur í ferðatöskuna. María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri sjónvarpsstöðvarinnar N4, tekur oft skemmtilega muni með sér heim úr ferðalögum. 

„Hvað ég kaupi á ferðalögum hefur ráðist af ákveðnum tímabilum. Einu sinni keypti ég alltaf Maríustyttur eða íkona á mínum ferðalögum. Ég á þessar styttur allar enn þá og vil helst alltaf hafa eina Maríu nálægt mér. Svo gekk þetta tímabil yfir og þá fór ég að kaupa staka kaffi- eða tebolla. Það þurfti að vera eitthvað sérstakt við bollana til þess að ég keypti þá. Þeir urðu að vera óvenjulegir í laginu eða sérlega fallegir. Ég stilli þessum bollum ekki upp á hillu eins og margir sem safna bollum gera heldur nota ég þá og hef gaman af því að drekka kaffið mitt úr þeim.  Kaffibollatímabilið gekk svo líka yfir. Núna er ég á lavendertímabilinu. Ég er mjög hrifin af lavender og kaupi gjarnan á ferðalögum krem, ilm eða hvað sem er sem er með lavenderlykt,“ segir María Björk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert