Flugfélag með áhafnir í megrun?

Flugvél Air India.
Flugvél Air India. AFP

Indverska flugfélagið Air India hefur tekið upp á því að breyta matseðli áhafnameðlima undir því yfirskini að verið sé að hjálpa starfsfólki. Flugfélagið á að baki vafasama aðgerðir þegar kemur að holdafari starfsmanna. 

Á vef Times of India er greint frá því að Air India segist vera að huga að heilsu starfsmanna í háloftunum. Sérstaklega er tekið fram að nýi matseðillinn sé fitulítill. „Þetta framtak mun hjálpa áhöfnum okkar að halda áfram að vera heilsusamleg og í góðu formi,“ segir talsmaður flugfélagsins. 

Það er ekkert nema gott um það að segja þegar fyrirtæki reyna að bjóða upp á hollan mat á vinnutíma. Saga Air India er þó nokkuð umdeild í þessum málum. Ekki er lengra síðan en árið 2015 að flugfreyjur og flugþjónar fengu ekki að fljúga vegna ofþyngdar að því fram kemur á vef Independent. Flestir þeirra starfsmanna sem voru kyrrsettir voru konur. 

Árið 2015 voru 3.500 starfsmenn mældir og 600 af þeim voru sagðir of þungir. Þetta starfsfólk var sett á sérstakt mataræði auk þess sem það fékk æfingaplan áður en það var prófað aftur. Af þessum 600 starfsmönnum sem þóttu of þungir voru 130 sem ekki þóttu í nógu góðu formi þegar þeir voru mældir aftur og voru kyrrsettir. 
Flugfélagið Air India hefur ekki skilað hagnaði frá árinu 2007.
Flugfélagið Air India hefur ekki skilað hagnaði frá árinu 2007. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert