Keypti föt fyrir alla fermingarpeningana

Unnur Valdís Kristjánsdóttir, vöruhönnuður, hefur frá unga aldri elskað að ferðast og lengi vel kom hún með allskonar góss heim. Í dag ferðast hún allt örðuvísi og leggur áherslu á að njóta lífsins. 

„Fyrst þegar ég fór að ferðast til útlanda þá voru það alltaf föt sem ég keypti á ferðalaginu enda var úrvalið hér heima ekki mikið. Ég fór til dæmis með fermingarpeningana mína til London og keypti föt fyrir þá alla. Síðan breyttust fatakaupin í hluti fyrir heimilið. Lengi vel keypti ég eitthvað fyrir heimilið í hvert skipti sem ég fór eitthvert.  Einhvern skrautmun, lampa, rúmteppi, kertastjaka eða álíka. Ég var stundum að rogast með einhverja fáránlega hluti á milli landa. En svo breytast tímarnir og áherslurnar. Nú fæ ég eiginlega meira kikk út úr því að losa mig við hluti af heimilinu heldur en að kaupa þá. Maður er líka orðin mun meðvitaðri um svo margt með aldrinum og er farinn að ferðast mun léttar en áður. Síðustu misseri hef ég aðallega verið upptekin af því að gleðja magann á ferðalögum. Mér finnst gaman að finna góða veitingastaði og bragða mismunandi mat og tek þá líka gjarnan eitthvað matarkyns með heim úr ferðalaginu. Ég fer gjarnan á matarmarkaði og kaupi krydd, kaffi, góðar olíur eða annað sem poppar upp eldamennskuna heima. Ég er stundum eins og einhver dópdíler á flugvellinum með allskonar krydd í litlum plastpokum,“ segir Unnur Valdís.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert