Skallaði gondólaræðara vegna sjálfsmyndatöku

Góndólaræðarar sigla með ferða með um borgina á gondólum.
Góndólaræðarar sigla með ferða með um borgina á gondólum. mbl.is/AFP

Ferðamaður í Feneyjum á Ítalíu skallaði gondólaræðara í hita leiksins eftir að þeir tókust á um sjálfsmyndatöku á dögunum.

Gondólaræðarinn kom að sögn vitna að ferðamanninum ásamt fjölskyldu hans í gondól að taka sjálfsmynd. Ræðarinn bað þau vinsamlegast að yfirgefa gondólinn þar sem þau hefðu ekki leyfi til að vera í honum. 

Í kjölfarið reiddist ferðamaðurinn og brutust út slagsmál á milli þeirra. Ferðamaðurinn skallaði svo gondólaræðarann og sló hann einnig í höfuðið. Ræðaranum varð ekki meint af. 

mbl.is