Falin perla á besta stað í París

Hótelið Le Dokhan's er staðsett í 16. hverfi Parísarborgar.
Hótelið Le Dokhan's er staðsett í 16. hverfi Parísarborgar. Ljósmynd/ Le Dokhan's

Einn áhugaverðasti staðurinn að gista á um þessar mundir er án efa hótelið Le Dokhan's í 16. hverfi Parísarborgar. Hótelið sem býður upp á 45 herbergi er fallega innréttað með sérsaumuðum áklæðum, hlýlegum teppum og veggfóðri í rómantískum stíl.

Listaverk eftir Matisse og Picasso er að finna víða á hótelinu sem og dásamlegur ilmur sem er einungis fáanlegur á þessum stað.

Herbergin á hótelinu er einstaklega hugguleg.
Herbergin á hótelinu er einstaklega hugguleg. Ljósmynd/Le Dokhan's

Á hótelinu er sögufrægasti bar borgarinnar, fyrsti kokteilbar Parísar, þar sem fæst dýrindis upplag af allskonar drykkjum, meðal annars kampavín af bestu sort.

Lyftan á Le Dokhan's er innréttuð líkt og koffortin frægu …
Lyftan á Le Dokhan's er innréttuð líkt og koffortin frægu frá Louis Vuitton. Ljósmynd/Le Dokhan's

Lyftan sem flytur gesti hótelsins á milli hæða er innréttuð eins og gömlu „koffortin“ frá tískuhúsinu Louis Vuitton og hafa ófáir lagt leið sína á hótelið til að mynda sig inni í henni. 

Nálægt hótelinu er hið fræga Trocadéro-torg. Eiffel-turninn fallegi sést úr herbergjunum á efri hæðum hótelsins og góðar verslunargötur eru í göngufæri frá staðnum.

Le Dokhan's býður upp á sanna Parísarstemningu fyrir fólk sem vill fjárfesta í upplifun, bæði dag og nótt. 

Fyrir rómantískar stundir er Le Dokhan's áhugverður valkostur.
Fyrir rómantískar stundir er Le Dokhan's áhugverður valkostur. Ljósmynd/Le Dokhan's
Stundirnar í París verða ánægjulegar á fallegu hóteli.
Stundirnar í París verða ánægjulegar á fallegu hóteli. Ljósmynd/Le Dokhan's
mbl.is