Þetta eru hlaupabuxurnar sem komu Ásdísi lengra

Ásdís Ósk Valsdóttir fasteignasali er óstöðvandi á útivistarsviðinu.
Ásdís Ósk Valsdóttir fasteignasali er óstöðvandi á útivistarsviðinu.

Ásdís Ósk Valsdóttir fasteignasali segir að það skipti öllu máli að vera vel klæddur ef fólk ætlar að stunda útivist á Íslandi. 

Hver er uppáhaldsútivistarflíkin þín?

„Johaug-hlaupabuxurnar mínar frá Fjallakofanum. Þær eru gífurlega mjúkar og passlega þykkar. Þrátt fyrir að hafa tekið löng hlaup í þeim, s.s. 33 km í Jökulsárhlaupinu, þá voru þær þægilegar allan tímann. Konur fá stundum nuddsár á ákveðnum svæðum sem ég fann ekki fyrir í þessum. Þær anda vel þannig að þær nýtast einnig vel sem göngubuxur og eru fljótar að þorna eftir rigningu. Ég hef líka notað þær á gönguskíðum og sem buxur yfir hjólabuxurnar mínar. Sem sagt algjörlega alhliða buxur.“

Hvað þarf fólk að eiga sem finnst gaman að labba og skokka úti í náttúrunni?

„Þar sem við búum á Íslandi þarf að eiga föt fyrir allar aðstæður. Í sumar var nauðsynlegt að eiga góðar hlaupa/göngustuttbuxur og þar er ég mjög hrifin af Raidlight-buxunum frá Fjallakofanum. Þær eru mjúkar og með vasa fyrir bíllykla. Fyrir konur er nauðsynlegt að eiga góðan íþróttatopp og einnig góðan hlýrabol sem andar vel og/eða stuttermabol. Einnig góðan hlaupajakka sem andar vel og er helst líka vind- og vatnsþéttur og létta peysu undir t.d. merinoullarblöndu. Svo er nauðsynlegt að eiga góðar síðar hlaupabuxur og þar koma Johaug-buxurnar sterkar inn. Varðandi sokka þá eru smartsokkarnir frábærir fyrir lengri hlaup/göngur. Þeir eru ullarblanda og þorna hratt og vel ef þeir blotna, sem er mjög algengt í t.d. utanvegahlaupum þar sem stundum þarf að vaða ár og hlaupa í mýrlendi.“

Í hvernig skóm hleypur þú?

„Í utanvegahlaupum hef ég verið að nota Raidlight frá Fjallakofanum, ansi ánægð með þá.“

Finnst þér skipta máli að vera smart í útivistinni?

„Það skiptir ótrúlega miklu máli. Að vera í fötum sem passa vel, eru þægileg og líta vel út gerir alla útivist og hreyfingu skemmtilegri. Mjög algeng byrjendamistök eru að byrja eins ódýrt og þú getur og bæta svo við seinna. Þá lendir fólk oft í því að vera ekki klætt miðað við aðstæður og jafnvel gefst upp. Mín ráðlegging til allra sem eru að byrja er að fá góðar leiðbeiningar frá fagfólki hvaða fatnað þarf að kaupa og vanda vel til. Skemmtileg fjallganga getur nefnilega breyst í martröð ef fólki verður kalt og blautt á fjöllum og jafnvel leitt til að viðkomandi fari aldrei aftur. Svo er alltaf hægt að vera skynsamur og fá hluta lánaðan og kaupa það sem upp á vantar smám saman.“

Hér er Ásdís Ósk í buxunum góðu.
Hér er Ásdís Ósk í buxunum góðu.
Ásdís Ósk var númer 10326 í Reykjavíkurmaraþoninu.
Ásdís Ósk var númer 10326 í Reykjavíkurmaraþoninu.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert