Þetta stressar fólk mest á ferðalögum

Hefur þú misst af flugi?
Hefur þú misst af flugi? mbl.is/olourbox.dk

Það er ýmislegt stressandi við ferðlög. Hver kannast til dæmis ekki við að stressa sig yfir því að missa af flugvélinni? Á vef Priority Pass er greint frá könnun þar sem kemur fram hvað veldur mesta stressinu á ferðlögum. 

Flestir eða um 63 prósent ferðalanga voru með áhyggjur yfir því að festast í umferð á leiðinni á flugvöllinn og missa af vélinni. Kannski voru áhyggjurnar ekki óþarfar þar sem um níu prósent fólksins viðurkenndu að hafa misst af flugi og tveir af hverjum tíu höfðu þurft að hlaupa að hliðinu. Í öðru sæti eða 61 prósent farþega var með áhyggjur yfir því að farangurinn myndi týnast. 

Þegar einungis var skoðað hvað stressaði fólk á flugvöllunum sjálfum nefndu flestir eða um 49 prósent að mest stressandi væri að fá farangurinn eftir flug. 

Kom taskan þín?
Kom taskan þín? mbl.is/olourbox.dk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert