Sjáðu hunda á brimbretti í Kaliforníu

Cherie vígaleg á brettinu.
Cherie vígaleg á brettinu. skjáskot/Instagram

Þú telur þig kannski hafa séð allt, en það hefur svo sannarlega ekki gert fyrr en þú sérð hunda keppa á brimbretti.

Á Huntington-ströndini nálægt Los Angeles er haldin hundabrimbrettakeppni á hverju ári og flykkjast hundaeigndur hvaðanæva úr Bandaríkjunum til að leyfa loðnu vinunum sínum að spreyta sig á brettinu. Keppnin er ekki hættulaus en hundarnir eru iðulega vel búnir í björgunarvesti og flotgalla. 

Keppnin verður haldin á morgun, laugardaginn 28. september. Þar takast meðal annars á þau Petey, Gidget, Skyler og Cherie. Það er yfirleitt margt um manninn á ströndinni meðal keppnin fer fram, enda einstakt tækifæri til að sjá hunda leika listir sínar á öldunum.





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert