Sjáðu hótelið þar sem Bieber-hjónin gifta sig

Justin og Hailey Bieber fagna hjónabandi sínu á mánudag.
Justin og Hailey Bieber fagna hjónabandi sínu á mánudag. AFP

Stjörnuhjónin Justin Bieber og Hailey Baldwin Bieber ætla loksins að láta af því verða að fagna brúðkaupinu sínu, en þau gengu í það heilaga fyrir rúmlega ári.

Veislan verður haldin á mándagskvöld á hótelinu Montage Palmetto Bluff í Suður-Karólínu-ríki í Bandaríkjunum. Hótelið er gríðarlega fallegt og mjög vinsælt brúðkaupshótel.

Þar eru þrjár aðskildar sundlaugar, spa, golfvöllur og er hótelið nálægt höfninni. Þar er pláss fyrir yfir 200 gesti í mismunandi gistirýmum allt frá herbergum, upp í litlar íbúðir og svítur. 

Lítil höfn er við hótelið.
Lítil höfn er við hótelið. Ljósmynd/Montage Hotels
Ljósmynd/Montage Hotels
Kirkjan á svæðinu, kannski gifta þau sig aftur þarna.
Kirkjan á svæðinu, kannski gifta þau sig aftur þarna. Ljósmynd/Perry Vaile
Einstaklega falleg kirkja.
Einstaklega falleg kirkja. Ljósmynd/Sommerset Chapel
Úr brúðkaupi sem haldið var á hótelinu.
Úr brúðkaupi sem haldið var á hótelinu. Ljósmynd/RachLovesTroy
Góð aðstaða er fyrir brúðina og brúðarmeyjarnar.
Góð aðstaða er fyrir brúðina og brúðarmeyjarnar. Ljósmynd/Montage Hotels
Ljósmynd/Montage Hotels
Notaleg herbergi.
Notaleg herbergi. Ljósmynd/Montage Hotels
Ljósmynd/Montage Hotels
mbl.is