Týndur bangsi í Buckinghamhöll skilar sér aftur heim

Harriet (t.h.) ásamt fylgdarsveini sínum til Ástralíu, corgi hundinum Rex.
Harriet (t.h.) ásamt fylgdarsveini sínum til Ástralíu, corgi hundinum Rex. Ljósmynd/Buckingham Palace

Bangsi sem týndist í Buckinghamhöll skilaði sér aftur til eiganda síns í Ástralíu, eftir að eigandinn og vinir hennar á leikskólanum skrifuðu drottningunni bréf. 

Hin 5 ára gamla Savannah var á ferðalagi um Evópu ásamt fjölskyldunni sinni og bangsanum Harriet. Harriet er einn af sex-ferðaböngsum sem leikskólinn hennar á. Þegar heim til Ástralíu var komið uppgötvaðist hinsvegar að Harriet hafði orðið viðskila við fjölskylduna. 

Harriet naut lífsins í höllinni.
Harriet naut lífsins í höllinni. Ljósmynd/Buckingham Palace

Savannah og félagar hennar á leikskólanum skrifuðu Elísabetu Englandsdrottningu bréf þess efnis að bangsinn hefði mögulega týnst í heimsókninni þar og báðu starfsfólk hallarinnar að leita.

Höllin svaraði um hæl og sagði að Harriet hefði svo sannarlega fundist. Meðfylgjandi voru myndir af henni við hin ýmsu störf í höllinni og að njóta breskrar skonsu. 

Harriet var svo send til Ástralíu ásamt barnabókinni „Does The Queen Wear Her Crown In Bed?“ og bangsanum Rex, sem er af tegundinni corgi líkt og hundar drottningarinnar.

Harriet, fyrir miðri mynd, ásamt starfsfólki hallarinnar.
Harriet, fyrir miðri mynd, ásamt starfsfólki hallarinnar. Ljósmynd/Buckingham Palace
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert