Nýtt lestarkerfi tekið í notkun í Kaupmannahöfn

Lestarkerfið M3 mun tengja saman öll helstu hverfi borgarinnar.
Lestarkerfið M3 mun tengja saman öll helstu hverfi borgarinnar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Nýtt lestarkerfi var tekið í notkun í Kaupmannahöfn í Danmörku í gær, sunnudag. Lestarkerfið heitir M3 og mun tengja saman öll helstu hverfi borgarinnar. Auk þess tengist lestarkerfið aðalbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn og því geta ferðamenn auðveldlega komist á leiðarenda með lest frá flugvellinum Kastrup. 

Kerfið mun koma til með að umbylta almenningssamgöngum í Kaupmannahöfn og er búist við því að notendum lestarkerfisins muni fjölga tvöfalt fyrir árslok 2020. Opnuninni var fagnað í Kaupmannahöfn í gær og gátu borgarbúar ferðast án endurgjalds með lestunum frá miðjum degi og fram til miðnættis.

„Ég hlakka mikið til opnunar Cityringen eftir átta ára framkvæmdir á þeim. Við búumst við því að nýja lestarkerfið muni minnka útblástur og skapa nýjar samgöngumiðstöðvar sem tryggja betri og afkastameiri almenningssamgöngur í höfuðborginni. Framkvæmdirnar á lestarkerfinu er frábær búbót - ekki bara fyrir þá sem búa í borginni heldur einnig fyrir fólk sem vinnur í borginni, ferðamenn og aðra gesti,“ sagði Benny Engelbrecht, samgöngumálaráðherra Dana, í viðtali.

Nokkrum dögum áður en lestarkerfið opnaði.
Nokkrum dögum áður en lestarkerfið opnaði. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert