Þú þarft ekki að fara til útlanda til að slaka á

Fólk þarf ekki alltaf að fara til útlanda til þess að njóta lífsins og gera vel við sig. Það þarf ekki að fara lengra en til Grindavíkur til þess að upplifa algera sælu á The Retreat Spa sem var opnað 2018.

Um er að ræða 62 svítu hótel og heilsulind þar sem hægt er að slaka á og njóta lífsins í sérlega vistlegu umhverfi. Þar er sér baðlón þar sem hægt er að slaka á og svo er hægt að fara með bragðlaukana í ferðalag með einstakri matarupplifun.

Retreat hefur sópað til sín verðlaunum fyrir hönnun, þjónustu og útlit að undanförnu enda þykir umhverfið ákaflega vistlegt.

Baðupplifunin á Retreat Spa heilsulindinni er einstök þar sem hönnun staðarins miðar að því að tengja saman náttúru svæðisins og eiginleika jarðsjávarins sem er einstakur á heimsvísu. Það er einmitt þess vegna sem Bláa Lónið hefur verið viðurkennt sem eitt af 25 undrum veraldar. Heilsulindin hefur allt sem þarf til þess að núllstilla líkamann í eitt skipti fyrir öll. Þar er til dæmis sauna, gufubað, eldherbergi, verönd kaldir pottar, og Ritualið sem á sér enga hliðstæðu þar sem gestir geta upplifað grunnefni lónsins á eigin skinni. Það að þekja líkamann gersemum jarðsjávarsins, blöndu af kísli, þörungum og steinefnum, á sama tíma og notið er endurnærandi krafta jarðvarmans er upplifun sem er engri lík.

Veitingastaður heilsulindarinnar býður gestum upp á ferska og heilsusamlega rétti meðan á dvöl stendur auk þess sem þeir geta notið léttra veiga í sérstöku veitingalóni Retreat Spa.

Það er þó ekki nauðsynlegt að panta sér hótelsvítu til þess að njóta þess sem Retreat Spa hefur upp á að bjóða heldur er hægt að fara í fjögurra tíma ferðalag og njóta alls þess sem heilsulindin hefur uppá að bjóða. Það sem er kannski einna best við þetta er að heilsulindin er aðeins fyrir 12 ára og eldri og þurfa 13-18 ára unglingar að vera í fylgd með fullorðnum. Þetta er því alls ekki eins og fara í sundlaug á höfuðborgarsvæðinu um helgar þar sem fjörug börn koma í veg fyrir að þú getir notið lífsins í eitt skipti fyrir öll.

Moss um kvöldið

Til að fullkomna daginn er upplagt að snæða kvöldverð á Moss restaurant. Þaðan má njóta magnaðs útsýnis yfir hraunbreiðuna sem umlykur Bláa Lónið. Áhersla erlögð á einstaka matarupplifun samsettra seðla með fimm eða sjö réttum. Moss restaurant hlaut á sínu fyrsta starfsári, viðurkenningu Michelin fyrir einstaka matarupplifun og framúrskarandi þjónustu. Gestir Moss hefja ferðalagið gjarnan í einstökum vínkjallara sem hefur að geyma tæplega 5.000 vínflöskur af um 500 mismunandi tegundum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert