Opnaði neyðarútgang til að fá sér ferskt loft

Konunni var vísað frá borði.
Konunni var vísað frá borði. Ljósmynd/Pexels

Flugvél í Kína tafðist um heila klukkustund eftir að farþegi opnaði neyðarútgang til að fá sér ferskt loft stuttu áður en vélin átti að fara í loftið. Konunni var vísað úr fluginu. 

Atvikið átti sér stað í flugi Xiamen Air frá Wuhan til Lanzhou í Kína, en vélin átti að fara í loftið klkkan 15:45 að staðartíma. 

Flugþjónarnir höfðu farið yfir með konunni hvernig ætti að opna hurðina ef til þess kæmi en bönnuðu henni að opna hann nema í neyðartilfelli. Þegar flugþjónarnir voru svo ekki að fylgjast með henni opnaði hún hlerann. 

Eftir á sagðist konan hafa opnað hann til að fá sér ferskt loft. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert