Viltu fara til köldustu borgar í heiminum?

Það er afskaplega kalt í Yakutsk.
Það er afskaplega kalt í Yakutsk. AFP

Nýr hluti lestarteina í Síberíu í Rússlandi liggur nú til köldustu borgar í heimi, Yakutsk, og gerir því ferðalagið þangað fljótlegra. Það er þó ekki hægt að taka lestina alveg inn í borgina, heldur enda lestarteinarnir við ána Lena sem erfitt er að byggja brú yfir. 

Á sumrin er hægt að sigla yfir hana og á veturna leggur ís yfir hana svo hægt er að keyra og ganga yfir hana. Á vorin og haustin er hins vegar erfitt að eiga við ána þar sem ís stíflar hana og veldur miklum skemmdum þegar hún ryður sig. Áin leggur sig yfirleitt síðari hluta október og er frosin í um 30 vikur. 

Yakutsk er í raun næstkaldasta borg í heimi sé miðað við meðalhitastig yfir árið. Rússneska borgin Norilsk er kaldari að meðaltali en í Yakutsk verður þó kaldara yfir veturinn þar sem meðalhitastigið er -37,6°C. 

Ferðalagið frá höfuðborg Rússlands, Moskvu, til Yakutsk tekur um viku og miði á þriðja farrými kostar um 20 þúsund krónur. Það er mun fýsilegri kostur fyrir marga heldur en fimm daga ferð í bát sem fer á 17 daga fresti frá bænum Ust Kut sem stendur einnig við Lena-ána.

Eins og í öllum almennilegum borgum í Rússlandi er stytta …
Eins og í öllum almennilegum borgum í Rússlandi er stytta af Lenín í Yakutsk. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert