Það versta sem farþegar gera á ferðalögum

Fólk tekur upp á ýmsu á ferðlögum eins og sést …
Fólk tekur upp á ýmsu á ferðlögum eins og sést á Instagram-síðunni Passenger Shaming. Skjáskot/Instagram

Það er mikilvægt að taka tillit til annarra farþega eða þjónustufólks þegar maður er á ferðalögum. Sumir farþegar kunna hreinlega ekki að skammast sín og fá að finna fyrir því á Instagram-síðunni Passenger Shaming. 

Heiti síðunnar mætti lauslega þýða sem farþegasmánun. Farþegar sem kunna ekki almenna mannasiði eru einmitt viðfangsefni síðunnar sem fyrrverandi flugfreyjan Shawn Kathleen stjórnar. Kathleen vann sem flugfreyja í sjö ár og upplifði eitt og annað í starfi sínu í háloftunum. 

Passenger Shaming hefur verið til lengi á hinum ýmsu samfélagsmiðlum. Áður en Kathleen byrjaði að birta aðallega efni á Instagram notaðist hún við Facebook. Tímaritið Rolling Stone setti Instagram-síðuna í 20. sæti yfir bestu síðurnar á Instagram. 

Hér má sjá brot af því besta sem birt hefur verið á Instagram-síðunni. 








mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert