Losaði sig við ástkonur með flugmiðum

Rod Stewart lifði skraulegu lífi á árum áður.
Rod Stewart lifði skraulegu lífi á árum áður. AFP

Tónlistarmaðurinn Rod Stewart kemur við sögu í nýrri ævisögu Eltons Johns. Þar segir John meðal annars frá villtu líferni sínu á árum áður og segir í leiðinni frá því að Stewart hafi ekki verið neinn riddari. Brot úr bókinni birtist á vef Daily Mail. 

„Rod Stewart lét stundum konur vita að hann væri kominn með nóg af þeim með því að skilja eftir flugmiða við rúmið þeirra,“ segir John í bókinni um Rod Stewart. 

Elton John hlífir sjálfum sér ekki í bókinni. Hann segist hafa átt það til að vera með elskhugum í nokkra mánuði en vegna þess hversu upptekinn hann var urðu elskhugarnir ósáttir við hann og hann varð leiður á þeim. Þeir fóru að rífast og að lokum lét hann einhvern annan segja þeim upp og allt byrjaði upp á nýtt. Hann var kannski að fljúga nýjum elskhuga inn á sama tíma og sá gamli var á flugvellinum. 

Stórstjarnan Elton John.
Stórstjarnan Elton John. AFP
mbl.is