Deplar á lista CN Traveler

Deplar Farm þykir einstakur staður.
Deplar Farm þykir einstakur staður. Mynd/Eleven Experience

Lúxushótelið Deplar Farm er í áttunda sæti á lista Condé Nast Traveler yfir bestu dvalarstaðina 2019 að mati lesenda. 

Deplar eru í eigu bandaríska ferðaþjónustufyrirtækisins Eleven Experience. Á vef CN Traveler segir að þetta sé einn af áhugaverðustu stöðum í heimi um þessar mundir. 

Á Deplum eru tveir þyrlupallar, inni- og útisundlaug með bar og spa. „Það er í raun ekkert hefðbundið við Depla, á milli fallegra fjallanna á Tröllaskaga,“ segir CN Traveler. 

„Þú getur rúllað fram úr rúminu, hoppað upp í þyrlu og farið upp á snævaþakið eldfjall og skíðað niður brekkur sem líklegast enginn annar hefur skíðað niður áður og fylgst með pínu litlum hestum, sem líta út fyrir að vera leikföng og lokið ferðinni á strönd þar sem þú getur sparkað af þér skíðunum og farið að veiða, ef kuldinn truflar þig ekki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert