Ferðalög geta líka verið lærdómsrík

Kourtney Kardashian ferðast mikið með krakkana.
Kourtney Kardashian ferðast mikið með krakkana. AFP

Raunveruleikaþáttastjarnan Kourtney Kardashian ferðast mikið með börnin sín og er stolt af því. Hún segir að ferðalög geti líka verið lærdómsrík.

Hún er reglulega gagnrýnd í athugasemdakerfinu á Instagram fyrir að taka börnin sín úr skóla til að ferðast. Hún deildi nýverið gömlum myndum úr ferðalagi þeirra til Finnlands. Þegar hún fékk athugasemd um að börnin hennar væru aldrei í skólanum svaraði hún því einfaldlega að þetta hafi nú reyndar verið í páskafríinu, og að ferðalög gætu líka verið lærdómsrík. 

Kardashian á þrjú börn með fyrrverandi kærasta sínum Scott Disick, þau Mason, Penelope og Reign. Hún er á ferðalagi núna ásamt systur sinni Kim Kardashian West um Mið-Austurlönd og voru þær systur staddar í Armeníu nýlega ásamt börnum sínum. 

View this post on Instagram

More Finland pictures & travel diary up on poosh.com ❄️

A post shared by Kourtney Kardashian (@kourtneykardash) on Oct 7, 2019 at 9:14am PDT

mbl.is