Gerðu haustfríið ógleymanlegt á Suðurlandi

Það er mikið fjör að fara á kajak á Stokkseyri.
Það er mikið fjör að fara á kajak á Stokkseyri. Ljósmynd/Stokkseyri.is

Hefur fjölskyldan skellt sér saman í hellaferð eða á kajak? Suðurland býður upp á spennandi upplifun og ævintýralega skemmtun fyrir alla fjölskylduna í haustfríinu. Úr mörgu er að velja í afþreyingu hvort sem það er gönguferð um skóga eða svartar fjörur, hestaferð með heimafólki, fræðsla í gróðurhúsi, jöklaferðir eða heimsókn í sundlaugar á svæðinu. Söfnin eru fjölmörg og víða áhugaverðar sýningar í boði fyrir alla fjölskylduna.

Suðurland er einstakur áfangastaður og hefur í raun og veru allt sem Ísland hefur upp á að bjóða, svo sem fossa, fjöll, jökla, eyðisanda, jarðhitann og hraunið. Á Suðurlandi er gott aðgengi, stutt í náttúruperlur og ótrúlega margt í boði á litlu svæði, allt frá hálendi niður að sjó.

Suðurland er alls ekki bara fyrir erlenda ferðamenn því Íslendingar geta svo sannarlega upplifað töfra með því að ferðast um þennan landshluta. 

HÉR er til dæmis hægt að skoða hvað hægt er að gera í Ölfusi.  

HÉR er til dæmis hægt að skoða hvað er skemmtilegt að gera í Hveragerði. 

HÉR er til dæmis hægt að skoða hvað er að gerast í kringum Selfoss. 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert