Svona ferðastu léttar að hætti ofurfyrirsætu

Rosie Huntington-Whiteley er skipulögð.
Rosie Huntington-Whiteley er skipulögð. AFP

Margir kannast við það að pakka of mörgum flíkum í ferðatöskuna og nota svo bara helminginn. Ofurfyrirsætan Rosie Huntington-Whiteley ákvað fyrir nokkrum árum að reyna að koma betra skipulagi á það sem hún pakkar niður í ferðatöskuna. Hún velur fjóra liti og pakkar aðeins flíkum og hlutum í þeim litum. 

Huntington-Whiteley greindi frá þessari aðferð sinni fyrir nokkrum árum að því er fram kemur á vef Vogue. 

Ofurfyrirsætan sagði við sjálfa sig að hún þyrfti að gerast skipulagðari. „Ég ætla bara að pakka fjórum litum, dökkbláum, hvítum, gráum og svörtum,“ sagðist Huntington-Whiteley hafa hugsað með sjálfri sér.

„Þetta var frábært af því í rauninni þýddi þetta að allt passaði saman,“ sagði fyrirsætan. „Hvíta skyrtan passar við svartar gallabuxur og svo passa svörtu gallabuxurnar við gráa peysu og gráa peysan passar við hvítu buxurnar.“

Fötin sem hún pakkaði buðu upp á margar mismunandi útgáfur í staðinn fyrir að vera með fullt af mismunandi flíkum og ekkert passaði saman. 

 

Rosie Huntington-Whiteley.
Rosie Huntington-Whiteley. AFP
mbl.is