Anna Kristjáns lifir ekki eins og blómi í eggi á Tenerife

Anna Kristjánsdóttir vélstjóri flutti til Spánar í ágúst.
Anna Kristjánsdóttir vélstjóri flutti til Spánar í ágúst. hag / Haraldur Guðjónsson

Vélstjórinn Anna Kristjánsdóttir segir að það sé öðru nær að hún lifi eins og blómi í eggi, drekki bjór og kampavín alla daga og nærist helst á nautasteikum og kavíar ásamt rammíslensku lambakéti frá Nýja-Sjálandi, baði sig reglulega í þremur mismunandi sundlaugum og liggi á sólarströnd þess á milli. 

Anna flutti til Tenerife í ágúst síðastliðnum og heldur úti dagbók á Facebook. Hún hefur yfir ýmsu að kvarta. Í fyrsta lagi búi hún rétt fyrir ofan tvo tennisvelli og vakni hún því oft með andfælum við tennisæfingar. Því neyðist hún oft til þess að fara á fætur fyrir allar aldir, jafnvel fyrir klukkan tíu. 

Síðan býr Anna nálægt ferjuhöfninni og þarf hún oft að loka svaladyrunum vegna hávaða þegar ferjur þjóta um höfnina. Í nágrenninu er svo einnig krá sem sýnir frá fótboltaleikjum með tilheyrandi hávaða. Hún þakkar þó fyrir að messuhald í sænsku sóknarkirkjunni í hverfinu hefjist ekki fyrr en klukkan fimm á sunnudögum. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert