Á í kynferðislegu sambandi við Boeing-vél

Þýsk kona segir samband sitt við Boeing 737-800 vera rétt …
Þýsk kona segir samband sitt við Boeing 737-800 vera rétt eins og venjuleg ástarsambönd fólks. mbl.is/Colourbox.dk

Hin þrítuga Michele Köbke frá Þýskalandi á í öðruvísi sambandi við flugvél en flestir aðrir. Köbke segir í viðtali á vef Mirror að hún telji sig vera í sambandi með vél af gerðinni Boeing 737-800. Kallar hún flugvélina ástina sína. 

Köbke segist hafa verið ástfangin af flugvélinni í fimm ár og segir sambandið vera mjög kynferðislegt en hún talar um vélina sem „hann“. Hún segir vélina vera kynþokkafulla og aðlaðandi. 

Það getur þó verið erfitt að eiga í ástarsambandi við flugvél. 

„Samband við flugvél er ekki auðvelt og getur stundum verið erfitt,“ segir Köbke sem segist geta verið náin ástinni sinni þegar hún flýgur með flugvél af gerðinni Boeing 737-800 og þegar hún kemst í flugskýli sem hefur aðeins gerst einu sinni. Köbke segist eiga stórt líkan af vélinni og hluti eins og hurðir og veggklæðningu sem hún getur notað til þess að svala ástarþörf sinni heima við. 

Köbke sér ekki neitt öðruvísi við samband sitt við flugvélina og samband tveggja einstaklinga. Þrátt fyrir það má segja að Köbke sé með ástarþráhyggju í hluti, í hennar tilviki ákveðna flugvélategund. 

„Þetta er eins og eðlilegt samband, við eigum róleg kvöld saman og þegar við förum upp í rúm þá kúrum við og sofnum saman.“

Köbke áttaði sig á því að hún væri veik fyrir flugvélum þegar hún fór í sitt fyrsta flug árið 2013. Það var svo árið 2014 sem hún steig um borð í Boeing 737-800 og lýsir hún því sem ást við fyrstu sýn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert