Viltu gista í alvöru Barbie-húsi?

Húsið er eins og Barbie-hús en í fullri stærð.
Húsið er eins og Barbie-hús en í fullri stærð. ljósmynd/Airbnb

Dreymir þig um að búa eins og Malibu-Barbie? Draumur þinn getur ræst í lok október, að minnsta kosti í nokkra daga. Í tilefni sextugsafmæli Barbie býður Airbnb gestum upp á að leigja sérstakt Barbie-hús á Malibu-strönd í Kaliforníu og kostar nóttin aðeins 60 Bandaríkjadali eða um 7.500 krónur. Gjöf en ekki gjald myndi Barbie segja. 

Í boði er að legja húsið í tvær nætur. Hægt er að bóka gistinguna 23. október og er aðeins um að ræða dagsetningarnar 27. til 29. október. Aðeins eru tvö svefnherbergi í húsinu og því aðeins svefnpláss fyrir fjóra gesti. Í húsinu eru þó nóg af herbergjum svo hægt er að halda partý eins og Barbie sæmir. 

Flottasta herbergið hlýtur að vera fataherbergið en gestir koma ekki að tómum kofunum þar. Í herberginu má finna allt sem Barbie þarf að eiga eins og sumarkjól, bleikan vespuhjálm og leikfimisbúning. Einnig vekur rennibrautin frá svölum niður í sundlaug athygli. 

Gestirnir fá ekki aðeins aðgang að húsi Barbie. Þeir fá einnig að hitta hárgreiðslukonu stjarnanna, Jen Atkin. Gestir geta einnig farið í skylmingaþjálfun hjá Ibtihaj Muhammad og á matreiðslunámskeið. 
Fataherbergið er algjör draumur.
Fataherbergið er algjör draumur. ljósmynd/Airbnb
Brimbrettið er auðvitað til staðar.
Brimbrettið er auðvitað til staðar. ljósmynd/Airbnb
Svefnherbergið er flott.
Svefnherbergið er flott. ljósmynd/Airbnb
Bleikir stólar hjá Barbie.
Bleikir stólar hjá Barbie. ljósmynd/Airbnb
mbl.is