Þetta eru bestu flugfélögin 2019

Singapore Airlines þykir best.
Singapore Airlines þykir best. AFP

Það skiptir ekki alla máli með hvaða flugfélagi flugið er bókað svo lengi sem miðarnir eru á ágætu verði. Sumir hugsa mikið um það hvaða flugfélagi þeir ferðast með og eiga margir sín uppáhaldsflugfélög. Þjónusta og gæði getur verið mismunandi á milli flugfélaga og sum sérhæfa sig í löngu millilandaflugi á meðan önnur einblína á styttri vegalengdir og lægra verð. 

Þetta eru bestu flugfélögin á heimsvísu að mati lesenda ferðatímaritsins Condé Nast Traveler árið 2019. Singapore Airlines fékk hæstu einkunnina að mati lesenda en Air New Zealand og Qatar Airways verma annað og þriðja sætið.

1. Singapore Airlines 91.05

2. Air New Zealand 89.33

3. Qatar Airways 89.16

4. Emirates 88.89

5. Turkish Airlines 88.73

6. Qantas 87.30

7. KLM 86.78

8. Cathay Pacific 86.57

9. Swiss International Air Lines 86.27

10. Lufthansa 84.83

11. Alaska Airlines 83.90

12. JetBlue Airways 83.60

13. Etihad Airways 83.34

14. Hawaiian Airlines 82.13

15. Southwest Airlines 80.45

mbl.is