Hvar á Íslandi færðu frítt kaffi fyrir flug?

Á Reykjavíkurflugvelli kostar uppáhelling 380 krónur sem er 10 krónum …
Á Reykjavíkurflugvelli kostar uppáhelling 380 krónur sem er 10 krónum ódýrara en á flugvellinum á Akureyri. Ódýrasti kaffisopinn er á Ísafirði en þar kostar kaffið ekki neitt. Ljósmynd/Aðsend

Töluverður verðmunur er á kaffisopanum á flugvöllum landsins, eins og kom í ljós þegar verð var borið saman á fjórum helstu flugvöllum landsins sem sinna innanlandsflugi, þ.e.a.s. Egilsstöðum, Akureyri, Reykjavík og Ísafirði.

Þannig kostar uppáhelling á flugvellinum á Egilsstöðum 350 krónur,  á Reykjavíkurflugvelli 380 kr. en 390 kr á flugvellinum á Akureyri. Ódýrast er kaffið á flugvellinum á Ísafirði. Þar er ekki rekin nein kaffitería eins og á hinum þremur flugvöllunum en drykkir eru fáanlegir úr sjálfsala og kaffi fáanlegt úr kaffivél. Kaffið er frítt en gestir eru reyndar hvattir til þess að skilja klink eftir í bauk hjá kaffivélinni.   

Það fer vel um gesti á flugvellinum á Egilsstöðum. Á …
Það fer vel um gesti á flugvellinum á Egilsstöðum. Á efstu hæðinni er fullt af leðursófum, frí dömubindi á kvennaklósettinu og kaffi á hagstæðu verði í kaffiteríunni. Ljósmynd/Aðsend


Dýrustu kaffidrykkirnir á Reykjavíkurflugvelli

Verðmunurinn á kaffisopanum er enn meiri ef kaffidrykkir á borð við Cappuccino og Caffe latte eru bornir saman. Á Akureyrir kosta slíkir drykkir 490 kr. og í Reykjavík 550 kr.  Ódýrastir eru þeir á flugvellinum á Egilsstöðum eða 450 krónur. Ferðalangar sem eru virkilega hagsýnir bíða þó líklega með það drekka kaffi þar til í loftið er komið enda frítt kaffi í boði í öllu innanlandsflugi hjá Airicelandconnect.

Flugstöðin á Ísafirði tekur vel á móti flugfarþegum. Þar er …
Flugstöðin á Ísafirði tekur vel á móti flugfarþegum. Þar er sjálfsafgreiðsla á kaffinu sem er frítt en baukur fyrir frjáls framlög er við kaffivélina. Ljósmynd/Aðsend

Frí dömubindi á Egilsstaðarflugveli 

Af ofantöldu er líklega best að lenda í seinkun á flugi á Ísafirði þar sem þamba má frítt kaffi eða te þar til farið er í loftið. Á Egilsstöðum er reyndar aðstaðan í flugstöðinni sérlega góð og farþegar sem lenda þar í seinkun geta ekki bara keypt sér kaffidrykki á hagstæðu verði heldur geta þeir líka hreiðrað um sig í leðursófum á efstu hæðinni. Gestum er einnig boðið upp á ruggustóla á fyrstu hæðinni. Eins er vert að nefna að á kvennasalerninu eru ókeypis dömubindi og túrtappar, nokkkuð sem ekki er í boði í hinum flugstöðvunum þremur.

Dýrasta uppáhellingin er á flugvellinum á Akureyri, 390 krónur. Aðrir …
Dýrasta uppáhellingin er á flugvellinum á Akureyri, 390 krónur. Aðrir kaffidrykkir eru á 490 krónur. Ljósmynd/Aðsend
Kaffivélin góða á flugvellinum á Ísafirði. Kaffið er frítt en …
Kaffivélin góða á flugvellinum á Ísafirði. Kaffið er frítt en flestir setja þó klink í baukinn hjá vélinni. Ljósmynd/Aðsend
Sófarnir góðu á þriðju hæðinni í flugstöðinni á Egilsstöðum. Hér …
Sófarnir góðu á þriðju hæðinni í flugstöðinni á Egilsstöðum. Hér má koma sér vel fyrir með kaffi á góðu verði ef það verður seinkun á flugi. Ljósmynd/Aðsendmbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert