Bestu borgirnar til að ferðast til 2020

Salzburg er besta borgin til að heimsækja 2020.
Salzburg er besta borgin til að heimsækja 2020. Ljósmynd/Aðsend

Lonely Planet hefur gefið út lista sína yfir bestu áfangastaði fyrir komandi ár. Lonely Planet er einn virtasti útgefandi ferðabóka í heiminum og eru þeir fáir staðirnir eftir sem útgefandinn hefur ekki fjallað um. 

Það er Salzburg í Austurríki sem hreppir efsta sætið á listanum yfir bestu borgirnar til að ferðast til árið 2020. Ástæðan er sú að Salzburg fagnar 100 ára afmæli á næsta ári og verður margt um að vera í borginni út árið. 

Næst á listanum er höfuðborg Bandaríkjanna, Washington D.C. Þar í borg verður einnig fagnað 100 ára afmæli, en ekki borgarinnar heldur 19. viðauka stjórnarskrárinnar sem meðal annars veitti konum kosningarétt. Í tilefni þess verða sérstakar sýningar á flestum söfnum borgarinnar þar á meðal National Museum of American History og National Museum of Women in the Arts. Þar að auki fara forsetakosningar fram í Bandaríkjunum á næsta ári og því verða augu heimsins á höfuðborginni.

Listi Lonely Planet yfir bestu borgirnar til að heimsækja árið 2020. 

  1. Salzburg, Austurríki
  2. Washington D.C., Bandaríkjunum
  3. Kaíró, Egyptalandi 
  4. Galway, Írlandi
  5. Bonn, Þýskalandi
  6. La Paz, Bólivíu
  7. Kochi, Indlandi
  8. Vancouver, Kanada
  9. Dubai, Sameinuðu arabísku furstadæmunum
  10. Denver, Bandaríkjunum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert