Hreiður - nýjasta æðið á Balí

Fyrir þá sem eru lofthræddir en vilja samt sem áður …
Fyrir þá sem eru lofthræddir en vilja samt sem áður ná skemmtilegum myndum af sér á Balí er kjörið að finna sér hreiður frekar en rólu. Ljósmynd/Elizaveta Galitskaya_Dreamstime.com

Balí er eyja sem býður ferðamönnum sannarlega upp á margar óvenjulegar upplifanir og tækifæri til þess að ná einstökum ljósmyndum. Rólur af ýmsum stærðum og gerðum hafa til að mynda verið mjög vinsælar meðal Instagrammara sem þreytast seint á því að mynda sig þar þeir svífa hátt yfir pálmatrjám og ægifögru landslagi.Þessar rólur finnast víða á Balí, til að mynda hjá Bali Swing´s sem er risastór leikvöllur fyrir fullorðna, rétt fyrir utan Ubud. Kíkið hér á lista yfir fleiri rólustaði. 

Rólurnar á Balí hafa verið vinsælt myndefni hjá áhrifavöldum.
Rólurnar á Balí hafa verið vinsælt myndefni hjá áhrifavöldum. Ljósmynd/baliswings.com

Róluupplifunin er þó varla fyrir þá sem eru lofthræddir. Þess í stað geta lofthræddir fundið sér hreiður og notið þess að mynda sig í meiri rólegheitum. Níu slík hreiður finnast hjá Balí swing´s en þau er einnig að finna víðar um eyjuna. Ef keyrt er í norðurátt frá Ubud í um eina og hálfa klukkustund að Danau Buyan-vatninu er tiltölulega nýbúið að opna þar  „sjálfugarðinn“ Wanagiri Hidden Hill sem er með fjölda hreiðra. 

Nýjasta æðið á Balí.
Nýjasta æðið á Balí. Ljósmynd/Elizaveta Galitskaya _Dreamstime.com

Hreiðrin eru sannarlega ekki síður myndræn en rólurnar vinsælu en það sem þau hafa fram yfir þær er að hreiðrin eru ekki á hreyfingu, þar ríkja meiri rólegheit og fólk fær þar með meiri tíma fyrir myndatökur.

Hreiðrin eru meðal annars í sjálfugarðinum við Danau Buyan-vatnið.
Hreiðrin eru meðal annars í sjálfugarðinum við Danau Buyan-vatnið. Ljósmynd/Tawatchai Prakobkit _Dreamstime.com
mbl.is