Bestu löndin til að heimsækja 2020

Bútan er efst á lista Lonely Planet.
Bútan er efst á lista Lonely Planet. skjáskot/Instagram

Lonely Pla­net hef­ur gefið út lista sína yfir bestu áfangastaði fyr­ir kom­andi ár. Lonely Pla­net er einn virt­asti út­gef­andi ferðabóka í heim­in­um og eru þeir fáir staðirn­ir eft­ir sem út­gef­and­inn hef­ur ekki fjallað um. 

Það er Bútan sem er besta landið til að ferðast til árið 2020 að mati Lonely Planet. Bútan er sérstakt fyrir margar sakir. Landið er staðsett hátt uppi í Himalajafjöllum. Stefna þeirra í ferðamálum er einstök þar sem þau leggja mikið upp úr því að raska náttúrunni sem minnst og þurfa ferðamenn að greiða daggjald fyrir veru sína þar. Það er því ólíklegt að fólk týnist í fjöldanum í Bútan.

Listi Lonely Planet yfir bestu löndin til að heimsækja árið 2020.

  1. Bútan
  2. England 
  3. Norður Makedónía
  4. Arúba
  5. Esvatíní (Svasíland)
  6. Kosta Ríka
  7. Holland
  8. Líbería
  9. Marokkó
  10. Úrúgvæ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert