Tíu bestu flugvellir í heimi árið 2019

Flugvöllurinn í Singapúr þykir afar fallegur.
Flugvöllurinn í Singapúr þykir afar fallegur. Mynd/Singapore Changi Airport

Það skiptir máli að vera á góðum flugvelli ekki síst ef það er löng töf eða þú þarft að millilenda og bíða lengi eftir næsta flugi. Íslendingar eru ekki óvanir að millilenda í Kaupmannahöfn en samkvæmt lista á Condé Nast Traveller yfir bestu flugvelli í heimi er Kastrup-flugvöllur sá tíundi besti í heimi. 

Hér má sjá lista yfir þá tíu flugvelli sem lesendur Condé Nast Traveller völdu sem bestu í heimi:

1. Singapúr (SIN) í Singapúr. 

2. Indianapolis (IND) í Indíana í Bandaríkjunum. 

3. Dóha (DOH) í Katar. 

4. Seoul Incheon (ICN) í Suður-Kóreu.

5. Dúbaí (DXB) í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

6. Hong Kong (HKG). 

7. Savannah Hilton Head (SAV) í Georgíu í Banaríkjunum. 

8. Zurich (ZRH) í Sviss.

9. Portland (PDX) í Oregon í Bandaríkjunum.

10. Kaupmannahöfn CPH) í Danmörku. 

mbl.is