Tilraunir til að koma farþegum hraðar um borð

Easy Jet hafa staðið í tilraununum.
Easy Jet hafa staðið í tilraununum. ALEXANDER KLEIN

Flugfélagið Easy Jet og Gatwick flugvöllurinn í London hafa á síðustu mánuðum gert tilraunir til þess að koma farþegum hraðar um borð í flugvélar. Er þetta meðal annars gert til þess að fækka seinkunum. 

Besti tíminn hingað til hefur verið aðeins 14 mínútur. Tilraunirnar hafa falið í sér að láta þá sem sitja við glugga fara fyrst inn. Síðan þá sem sitja í miðjunni og síðast þá sem eiga sæti við ganginn. 

Hópar sem ferðast saman, annaðhvort fjölskyldur eða vinahópar, geta þó fengið að fara saman inn í vélina og er byrjað aftast í vélinni að hleypa hópum inn, röð fyrir röð. 

Tveggja mánaða tilraunir hafa leitt það í ljós að þessi aðferð getur stytt tímann um 10 prósent og þar af leiðandi getur það tekið aðeins 14 mínútur að fylla 158 sæta flugvél, þremur mínútum styttra en ella. 

Vonast er til þess að þetta nýja fyrirkomulag geti dregið úr seinkunum en í síðasta mánuði fóru 42% flugvéla frá Gatwick 15 mínútum, eða meira, seinna í loftið en gert var ráð fyrir. 

Notast er við skjái til þess að sýna hvaða sætanúmer eiga að fara um borð næst. Tilraunir hafa aðeins farið fram við hlið 101 á Gatwick en vonir standa til að fleiri fari að taka upp kerfið. 

Farþegar geta fylgst með hvenær þeir eiga að fara um …
Farþegar geta fylgst með hvenær þeir eiga að fara um borð á skjá. skjáskot
mbl.is