Bestu jólamarkaðirnir í Evrópu

Mynd úr safni frá jólamarkaði á Place Kleber-torgi í Strassborg.
Mynd úr safni frá jólamarkaði á Place Kleber-torgi í Strassborg. AFP

Nú er tíminn til þess að huga að jólaferðalögunum. Það hefur færst í aukana að fólk geri sér ferð til útlanda fyrir jólin, meðal annars til þess að versla jólagjafir. Þá er fullkomið að anda að sér jólunum á jólamörkuðum. 

Frábæra jólamarkaði má finna víðs vegar um Evrópu, en Evrópubúar kunna svo sannarlega að halda frábæra markaði. Hér er listi Condé Nast Traveler yfir bestu jólamarkaðina í Evrópu.

Bolzano jólamarkaðurinn, Ítalíu

Jólamarkaðurinn í Bolzano er stærsti jólamarkaðurinn á allri Ítalíu. Opinn frá 29. nóvember til 6. janúar.

Jólahönnunarmarkaðurinn, Berlín, Þýskalandi

Þessi markaður er aðeins opinn um helgar í Berlín. Markmið hans er að beina athyglinni að litlum sjálfstæðum hönnuðum og því má finna fjölda einstakra gripa á honum. Hann er opinn helgarnar 30. nóvember og 1. desember, 7. og 8. desember og 14. og 15.desember. 

Aðventuhátíð í Stephen‘s Basilica, Búdapest, Ungverjalandi

Opin frá 22. nóvember út árið.

Jólamarkaðurinn á torginu í gamla bænum, Prag, Tékklandi

Opinn frá 30. nóvember til 6. janúar.

Jólamarkaðurinn í Strassborg, Frakklandi

Elsti jólamarkaðurinn í Frakklandi en hann var fyrst haldinn árið 1570. Opinn frá 22. nóvember til 30. desember.

Christkindlmarkt, Salzburg, Austurríki

Opinn frá 21. nóvember til 26. desember.

Jólamarkaðurinn í Zagreb, Króatíu

Opinn frá 30. nóvember til 7. janúar. 

Jólamarkaður Tívolísins, Kaupmannahöfn, Danmörku

Opinn frá 16. nóvember til 5. janúar. 

Jólamarkaðurinn í Helsinki, Finnlandi

Opinn frá 6. - 22. desember.

Jólamarkaðurinn í Tallinn, Eistlandi

Opinn frá 15. nóvember til 7. janúar. 

Jólamarkaðurinn í Stuttgart, Þýskalandi

Opinn frá 21. nóvember til 23. desember.

Jólaheimurinn í Vín, Austurríki

Opinn frá 27. nóvember til 23. desember.

Jólamarkaðurinn í Stokkhólmi, Svíþjóð

Opinn frá 15. nóvember til 26. desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert