Ferðarútína Kardashian sem allir geta farið eftir

Khloe Kardashian drekkur alltaf vatn þegar hún ferðast með flugvél.
Khloe Kardashian drekkur alltaf vatn þegar hún ferðast með flugvél. AFP

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian eyðir miklum tíma í flugvél og er fyrir löngu búin að negla niður flugvélarútínu til þess að láta sér líða vel og líta vel út eftir flug. Hún greindi frá rútínunni sinni fyrir tæpum þremur árum á vefsíðu sinni að því fram kemur á vef People

Kardashian sagði að það skipti öllu máli að passa upp á að drekka nóg og passa upp á raka húðarinnar. Á meðan sumir reyna að drekka ekki neitt til þess að komast hjá því að fara á klósett í flugvélum gerir raunveruleikastjarnan akkúrat öfugt. 

„Ég kaupi alltaf einn lítra af vatni fyrir flug og markmiðið mitt er að klára hann áður en ég lendi,“ sagði stjarnan á sínum tíma.

Þetta ráð er ekki slæmt og ætti ekki að kosta of mikið nema kannski óþægindin við að fara á klósettið í fluginu. Ætla má að stjarnan fljúgi oftar með einkaflugvél en hinn venjulegi flugfarþegi. 

Kardashian sagðist einnig bera olíu á naglaböndin og spreyja andlitið með rósavatni til þess að viðhalda raka húðarinnar. 

mbl.is