Harry tók áætlunarflug til og frá Japan

Harry Bretaprins flaug heim frá Japan með japanska flugfélaginu Nippon …
Harry Bretaprins flaug heim frá Japan með japanska flugfélaginu Nippon Airways. AFP

Harry Bretaprins fór ekki með einkaþotu til Japans um helgina til þess að fylgjast með ruðningsliði Englands etja kappi við Suður-Afríku heldur flaug hann með áætlunarflugi. 

Eiginkona hans Meghan hertogaynja og sonur voru ekki með í för, en hann flaug til Tókýó á föstudag og aftur til London á sunnudag. Prinsinn vakti að sjálfsögðu athygli annarra flugfarþega og birti írska dragdrottningin Victoria Secret mynd á Instagram þar sem sást í hann. 

Óvíst er með hvaða flugfélagi hann flaug til Tókýó en hann flaug með japanska flugfélaginu Nippon Airways á heimleiðinni.

Hertogahjónin Meghan og Harry hafa orðið fyrir harðri gagnrýni fyrir að fljúga með einkaþotu á sama tíma og þau tala opinberlega um umhverfisvernd. Þau flugu nokkrum sinnum með einkaþotum í sumar, en hafa einnig flogið með áætlunarflugi, til dæmis flugu þau heim úr Suður Afríku-ferð sinni með áætlunarflugi. 

Dragdrottningin var ákaflega spennt að sjá Harry um borð.
Dragdrottningin var ákaflega spennt að sjá Harry um borð. skjáskot/Instagram
mbl.is