Besta ferðaráð Schwarzenegger

Arnold Schwarzenegger skellir sér í ræktina eftir flug.
Arnold Schwarzenegger skellir sér í ræktina eftir flug. AFP

Vöðvatröllið Arnold Schwarzenegger ferðast mikið og er með það á hreinu hvað hentar honum eftir löng flug. Í stað þess að leggjast upp í rúm þegar komið er upp á hótel mælir Terminator-leikarinn með því að skella sér í ræktina. 

„Aldrei taka lúr eftir langt flug. Farðu beint í ræktina til að pumpa,“ skrifaði Schwarzenegger á Instagram og birti myndband af sér gera æfingu í ræktinni. 

Sagði leikarinn og fyrrverandi ríkisstjórinn að hann væri nýkominn úr flugi frá London. Er það trú hans að best sé að fara beint í ræktina þegar komið er upp á hótel og fá smá útrás í stað þess að leggjast upp í rúm. 

Það er líkamsræktaraðstaða á flestum stærri hótelum. Það er góð spurning hvort ekki sé þess virði að prófa að hressa sig við eftir flug með nokkrum æfingum í ræktinni að hætti Schwarzenegger næst þegar gist er á hóteli í útlöndum. 

 

mbl.is