Game of Thrones-bærinn gjörsamlega að springa

Game of Thrones var meðal annars tekið upp í Dubrovnik.
Game of Thrones var meðal annars tekið upp í Dubrovnik.

Game of Thrones-þættirnir hafa áhrif á ferðamennsku víðar en á Íslandi. Gamli bærinn í króatísku hafnarborginni Dubrovnik virðist gjörsamlega vera að springa en fjöldi ferðamanna hefur aukist gífurlega síðustu ár. Nú er búið að leggja fram tillögu að bannað verði að opna nýja útiveitingastaði í gamla bænum næstu fimm árin, að því fram kemur í máli borgarstjóra Dubrovnik á vef CNN.  

Á síðasta ári var sett var metár en alls heimsóttu 1.271.657 gestir bæinn og var það sjö prósenta aukning frá því árið 2017. Allt lítur út fyrir að annað met verði slegið í ár. 

Tillagan er svo hörð að jafnvel ef veitingastaður lokar mætti ekki opna annan veitingastað ef tillagan nær fram að ganga. Flestir veitingastaðir í gamla bænum í Dubrovnik notast við útisæti. Má því túlka tillöguna sem blátt bann við nýja veitingastaði í gamla bænum. Kosið verður um málið í desember. 

Gamli hlutinn í Dubrovnik er afskaplega fagur.
Gamli hlutinn í Dubrovnik er afskaplega fagur. Ljósmynd/Pixabay

Þetta eru ekki fyrstu róttæku aðgerðirnar sem gripið hefur verið til en fjöldatakmörkun hefur verið sett á hversu margir geta heimsótt gamla bæinn. Minjagripaverslunum hefur verið fækkað auk þess sem takmörk hafa verið sett á komu skemmtiferðaskipa. 

Flestir veitingastaðir í gamla bænum notast við útisæti og er það mat sérfræðings að þetta sé gáfulegt skref. Plássið í gamla bænum er ekki mikið og með því að fækka veitingastöðum verði meira pláss fyrir gangandi vegfarendur. 

mbl.is