Of þungir ferðamenn á Spáni fá að finna fyrir því

Ferðamenn á Spáni. Ekki eru allir ferðamenn á Spáni sem ...
Ferðamenn á Spáni. Ekki eru allir ferðamenn á Spáni sem fá leyfi til að fara á asnabak. mbl.is/Colourbox.dk

Ekki fá allir ferðamenn á Spáni grænt ljós til þess að bregða sér á bak asna. Nú hefur bær á Costa del Sol-svæðinu fræga sett þyngdartakmörk á asnaferðir að því fram kemur á vef Independent. Fólk sem er þyngra en 80 kíló mun í framtíðinni ekki fá að fara á bak. 

Bærinn Mijas Pueblo er frægur fyrir „burro-taxis“ sem mætti lýsa sem einskonar asnaleigubílum. Asnar eru notaðir til þess að ferja ferðamenn en nú á að setja reglur í tilliti til dýraverndunarsjónarmiða. Auk þess sem þyngdartakmörk hafa verið sett á einnig að bæta aðstæður asnanna. Nýju reglurnar eru meðal annars unnar í samvinnu við asnaeigendur, fólk sem vinnur með ösnunum og fólk sem vinnur að bættri velferð dýra. 

Þessi tilkynning kemur eftir að Peta-samtökin í Þýskalandi birtu myndband af illri meðferð á ösnum á ferðamannaeyjunni Santorini. Í Grikklandi hefur verið reynt að bregðast við auknu aðhaldi dýraverndunarsinna og var fólki sem var yfir 100 kíló meðal annars bannað að fara á asnabak. Spánverjarnir virðast hins vegar ætla að gera betur við sína asna. 

Hér má meðal annars sjá Camillu hertogaynju af Cornwall klappa ...
Hér má meðal annars sjá Camillu hertogaynju af Cornwall klappa asna. AFP
mbl.is