Ramblan hans Guðna Más á Tenerife

Guðni Már drekkur daglega kaffi á Römblunni, einni frægustu götu …
Guðni Már drekkur daglega kaffi á Römblunni, einni frægustu götu Tenerife. Snæfríður Ingadóttir

Guðni Már Henningsson, útvarpsmaðurinn góðkunni sem flutti til Tenerife fyrir tæpum tveimur árum, fær sér gjarnan kaffi á Römblunni og dásamar mannlífið þar mjög. En hver er þessi Rambla sem Guðni er svo hrifinn af og hefur meira að segja skrifað heila bók um?

Á Römblunni er fjöldi listaverka sem gaman er að skoða.
Á Römblunni er fjöldi listaverka sem gaman er að skoða. Snæfríður Ingadóttir

Frægasta gata Tenerife

Ramblan eða La Rambla de Santa Cruz, eins og gatan heitir réttu nafni, er ein frægasta gata Tenerife. Þetta er 1.900 metra löng göngugata í höfuðborg Santa Cruz sem liggur frá Plaza de la Paz, þar sem uppáhaldskaffihús Guðna er að finna, og endar við götuna Anaga Avenue. Svæðið á milli Römblunnar og niður að sjó afmarkar miðborgina og rammar hana inn. Gatan opnaði árið 1661 en var þá ekki göngugata. Síðan hefur gatan gegnt ýmsum nöfnum en frá 2008 hefur hún heitið Rambla de Santa Cruz.  

Guðni Már Henningsson hefur skrifað bók um mannlífið á Römblunni …
Guðni Már Henningsson hefur skrifað bók um mannlífið á Römblunni sem heitir Römblusögur. Bókin fæst hjá höfundi.

Gatan fallegust á vorin

Á Römblunni vex fjöldi trjáa og þegar hin bláu jacaranda-tré standa í blóma á vorin er gatan sérlega falleg. Á heitum sumardögum er þægilegt að leita í skugga trjánna og slaka aðeins á á Römblunni og njóta þess að heyra í bílaumferðinni beggja vegna götunnar. Heimamenn fara gjarnan út að ganga með hundana sína eftir Römblunni og gatan er einnig góður staður til þess að leyfa krökkunum að prófa línuskautana sína.

García Santabría-almenningsgarðurinn liggur við Römbluna og er skemmtileg stopp, sérstaklega …
García Santabría-almenningsgarðurinn liggur við Römbluna og er skemmtileg stopp, sérstaklega fyrir barnafjölskyldur. Snæfríður Ingadóttir

Froskatorg og útilistaverk

Ef gatan er gengin frá enda til enda er fjöldi bekkja til þess að tylla sér niður á sem og leiksvæða fyrir börnin. Eins  prýðir fjöldi útilistaverka götuna sem gaman er að skoða. Hægt er að taka nokkra útúrdúra frá götunni, til að mynda er gaman að skoða torgið Plaza de Los Patos sem er með gosbrunni með átta froskum og fallegum flísalögðum bekkjum. Almenningsgarðurinn García Sanabria er líka vel þess virði að leggja leið sína í gegnum. Ef þorsti eða hungur gerir vart við sig á göngunni er tilvalið að bregða sér af Römblunni og inn einhvern af þeim fjölmörgu veitinga- eða kaffihúsum sem liggja meðfram umferðargötunni við hlið Römblunnar.

Ramblan er aldrei fallegri en á vorin þegar bláu jacaranda-trén …
Ramblan er aldrei fallegri en á vorin þegar bláu jacaranda-trén standa í blóma. Snæfríður Ingadóttir
Það er þægilegt að ganga eftir Römblunni, sérstaklega á sólríkum …
Það er þægilegt að ganga eftir Römblunni, sérstaklega á sólríkum dögum en þá má hvíla sig í skugga trjánna. Beggja vegna götunnar liggja umferðargötur í báðar áttir. Snæfríður Ingadóttirmbl.is