Fábrotnu hótelherbergi breytt í jólaklikkun

Hótelherbergið hefur tekið töluverðum breytingum.
Hótelherbergið hefur tekið töluverðum breytingum. Samsett mynd

Jólin eru ekki bara komin í IKEA nú þegar rétt rúmlega mánuður er til jóla. Hótel víða um heim eru að verða ansi jólaleg og er eitt hótelherbergi í New York líklega jólalegra en mög önnur. Einföldu hótelherbergi á hótelinu Club Wyndham í New York hefur verið breytt í jólaherbergi fyrir jólin í anda Álfs (Elf). 

Það eru margir sem horfa á kvikmyndina Álf með Will Ferrell í hlutverki Buddy fyrir jólin. Herbergið er allt skreytt með jólaskreytingum í anda myndarinnar. Risastór jólatré, mikið af pappasnjókornum, poppi og öðru tilheyrandi. Eldhúsið er síðan fullt af nammi, sírópi og spaghettí en uppáhaldsmatur Buddy er spaghettí með sírópi og sætindum. 

skjáskot/Club Wyndham

Jólaþyrstir ferðalangar í New York geta gist í herberginu 2. til 26. desember. Verð fyrir jólasvítuna byrjar í 399 Bandaríkjadölum eða tæpum 50 þúsund krónum. 

Eins og sést á myndunum hér fyrir neðan er herbergið undir venjulegum kringumstæðum fremur fábrotið en nú er gjörsamlega búið að umturna herberginu. 

Baðherbergið

Herbergið fyrir breytingar.
Herbergið fyrir breytingar. skjáskot/Club Wyndham
Hótelherbergið eftir breytingar.
Hótelherbergið eftir breytingar. skjáskot/Club Wyndham

Svefnherbergi

Herbergið fyrir breytingar.
Herbergið fyrir breytingar. skjáskot/Club Wyndham
Hótelherbergið eftir breytingar.
Hótelherbergið eftir breytingar. skjáskot/Club Wyndham

Stofa

Herbergið fyrir breytingar.
Herbergið fyrir breytingar. skjáskot/Club Wyndham
Hótelherbergið eftir breytingar.
Hótelherbergið eftir breytingar. skjáskot/Club Wyndham
Hótelherbergið eftir breytingar.
Hótelherbergið eftir breytingar. skjáskot/Club Wyndham

Eldhús

Herbergið fyrir breytingar.
Herbergið fyrir breytingar. skjáskot/Club Wyndham
Hótelherbergið eftir breytingar.
Hótelherbergið eftir breytingar. skjáskot/Club Wyndhammbl.is