Þurrkaði sokka í loftræstingunni

Gott ráð eða hvað?
Gott ráð eða hvað? Skjáskot/Instagram

Óprúttinn ferðalangur vakti athygli á dögunum þar sem mynd náðist af honum að þurrka sokka sína með loftræstingunni fyrir ofan sætið sitt. 

Ferðalangurinn hafði þá klætt sig úr sveittum sokkunum og gerði tilraun til að þurrka þá með litlu loftræstingunni fyrir ofan sætið sitt. 

Eins og gefur að skilja vakti þetta athygli annarra farþega um borð og sendi einn myndina inn til Instagram-síðunnar „Passenger Shaming“. Myndin hefur fengið mikla athygli og margir gagnrýnt þessar aðferðir ferðalangsins. Einn skrifaði að svona athæfi ætti að varða við lög, enda hlýtur lyktin í kringum manninn að hafa verið óbærileg.

mbl.is