Gerðu þetta til að forðast svindlara

Þetta ráð getur sparað þér margar krónur.
Þetta ráð getur sparað þér margar krónur. FRANK FRANKLIN II

Þegar maður er ekki kunnugur staðháttum getur verið erfitt að átta sig á svindlurum. Ferðamannagildrurnar leynast víða og einhvern veginn er alltaf til nóg af fólki sem vill beita brögðum.

Hin 21 árs gamla Lexie Alford er yngsta manneskja í heimi sem hefur komið til allra landa á plánetunni. Hennar besta ráð fyrir fólk sem ferðast til framandi landa er að senda alltaf tölvupóst á hótelið áður en lagt er af stað. 

Spurðu um hvað eðlilegt þykir að greiða fyrir ferð með leigubíl frá flugvellinum á hótelið. Hún segir að þessi einfaldi tölvupóstur hafi sparað henni tugi þúsunda í gegnum árin. Alford hefur oft lent í leigubílstjórum sem reyna að beita öllum brögðum til þess að rukka hærra fyrir ferðina en eðlilegt þykir. 

Hún ráðleggur fólki að fylgjast með því hvað startgjaldið er hátt þegar það sest inn í leigubílinn. Hún mælir líka með því að spyrja nákvæmlega hvað ferð á hótelið kostar. Þegar á hótelið er komið og gjaldið er hærra en þú fékkst upplýsingar um ættirðu ekki að borga strax. Fáðu hjálp frá starfsfólki hótelsins. Ef það gengur ekki þá segir Alford að gott ráð sé að segjast ætla að hringja á lögregluna, þá gefist leigubílstjórar yfirleitt upp og rukki eðlilegt fargjald.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert