Uppáhalds staðir Robert De Niro

Robert De Niro hefur komið víða.
Robert De Niro hefur komið víða. AFP

Bandaríski-ítalski leikarinn Robert De Niro er ekki bara stór góður leikari heldur er hann líka framarlega í rekstri veitingastaða og hótela. Hann sagði Condé Nast Traveller frá sínum uppáhaldsstöðum í heiminum. 

Hvað er uppáhalds borgin þín?

Ég er hrifinn af París og Buenos Aires, það er falleg borg. En ég verð að segja New York.

Segðu okkur frá litlum frábærum stað sem þú veist af þar?

Það er veitingastaður sem ég elska að fara á á Upper East Side sem heitir Sistina. Það er virkilega frábær staður, gamaldags ítalskur. Ég bið um að fá að hitta eigandann, Giuseppe. Ég er líka hrifinn af því að fara á Locanda Verde í Tribeca og auðvitað Minetta Tavern í Greenwitch Village. Mig langar samt eiginlega ekki að tala um þessa staði samt, þar sem ég vil ekki að allir viti af þeim.

Segðu okkur frá minnisstæðri ferð?

„Fyrir nokkrum árum fór ég á snekkju frá Grenadínu-eyjum, alla leið upp til Saint Martin. Ég var búinn að hugsa lengi um að mig langaði að opna hótel einhverstaðar í Karabíska hafinu, bara ef ég fyndi rétta staðinn. Þannig að ég ákvað að fara í þessa ferð og skoða staði sem kæmu til greina. Hugmyndin var að ef ég myndi finna einhverja frábæra staði til sölu myndum við sigla þangað og skoða þá.“

Fannstu það sem þið voruð að leita að?

Það er nú málið. Við vorum búin að ákveða fullt af stöðum sem við ætluðum að skoða og vorum búin að skipuleggja okkur. En ég hugsaði bara um Barbúda. Fyrir um 30 árum eyddi ég tíma í Jumby Bay á Antígva og fór í dagsferð yfir til Barbúda og ég hef alltaf munað eftir því. Það var staður þar sem á þeim tíma hét K Klúbburinn. Eigandinn var kona, Mariuccia Mandelli, tískuhönnuður. Þetta var bara frábær staður. Þannig að í þessari ferð þá enduðum við á að taka smá krók til að heimsækja þennan stað. Og þá fundum við stórkostlegan stað sem var fullkominn fyrir okkur. Þetta er hreint út sagt einn fallegasti staður sem ég hef séð. Síðan þurfum við að hafa samband við yfirvöld og finna þau sem eiga hann og athuga hvort þau vildu selja.

Og eftir að þið gerðuð tilboð sem þau gátu ekki hafnað?

Við keyptum hann loksins. Og núna loksins eigum við þessa frábæru eign í Karabíska hafinu. Við ætlum að gera Nobu strandarklúbb þar, og gera hann mjög flottan. Það er verið að vinna að flugvelli þar eins og staðan er núna, svo fólk geti flogið beint þangað af austur strönd Bandaríkjanna, í stað þess að fara í gegnum Antígva. Það er lykilatriði. Ég fer þangað í desember til að athuga hvernig gengur.

Hver er mest framandi staðurinn sem þú hefur farið til vegna kvikmyndar sem þú varst að leika í?

Þegar ég lék í Deer Hunter flaug ég til norður Taílands og við skutum atriði á Kwai ánni. Þá, fyrir meira en 40 árum, var það allt öðruvísi en það er í dag. Þetta var eins og einhver framandi mistería. The Mission var svo önnur. Við tókum hana upp í Kólumbíu. Eftir að hafa heyrt um allt sem gerðist í frumskóginum með Apocalypse Now, var ég hræddur um að við þyrftum að vera það mjög lengi. Hjá Francis (Ford Coppola) og Apocalypse gaurunum komu monsúnrigningarnar inn og þau þurftu að hætta í tökum og byrja aftur frá grunni. Ég var hræddur um að það kæmi fyrir hjá okkur, en á endanum gekk þetta allt mjög vel. Við vorum á áætlun og fórum niður að Iguazu fossunum og tókum upp nokkur atriði þar og það var mjög töfrandi. Ég skoða stundum myndirnar sem ég tók þar.

Það var í rauninni útaf The Mission að ég hitti Nobu [Matsuhisa, viðskiptafélaga hans]. Leikstjóri kvikmyndarinnar, Roland Joffé, fór með mig á Nobu veitingastaðinn í Beverly Hills og kynnti okkur. Þannig byrjaði það allt saman.  

Hver er besta lausnin við flugþreytu?

Hún er það sem hún er, flugþreyta er alveg skelfileg. Eina leiðin til að takast á við hana er að þekkja mörk þín og skipuleggja dagbókina þína vel. Því lengra sem ég flýg í austur, því seinna um daginn skipulegg ég fundina mína. Ef ég er í London, vil ég hafa fundina mína um miðjan dag. Ef ég fer mikið lengra en það skipulegg ég fundi enn seinna um daginn. Flugþreytan leggst mismunandi á fólk en mér finnst aðalatriðið að vera sniðugur þegar ég skipulegg dagskrána mína.

Er einhver staður í heiminum sem þú hefur ekki komið en langar til að koma á?

Ég er mjög forvitinn um Norðurlöndin: Noreg, Finnland og sérstaklega Svíþjóð. Ég er hrifinn af hugmyndinni um þessi ís-hótel. Mig langar að fara með börnin mín þangað, það lítur út fyrir að vera magnað. Borneó er líka annar staður sem mig langar að koma til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert