Auglýsa dularfulla eyju sem er ekki til

Eroda.
Eroda. skjáskot/Twitter

Hin töfrandi eyja Eroda hefur kannski birst í auglýsingum á hinum ýmsu samfélagsmiðlum hjá þér. Auglýsingar um eyjuna heillandi hafa birst á síðustu vikum á samfélagsmiðlunum Facebook, Twitter og YouTube. 

„Eroda - No land quite like it“ eða „Ekkert land alveg eins og Eroda“ eru skilaboðin sem hamrað á. Og þau eru dagsönn, því eyjan er ekki til og því ekki til neitt land sem er eins og Eroda.

Vefsíða Eroda heitir VisitEroda.com, líkt og margar aðrar vefsíður sem miða að því að kynna stað fyrir ferðamönnum. Þar er hægt að lesa sér til um sögu eyjarinnar, skoða hvað er hægt að gera þar, kynna sér helstu veitingastaði og lesa sér til um hótelin og gistiheimilin. 

Það sem skilur eyjuna að frá öðrum ferðamannastöðum sem auglýstir eru með sambærilegum hætti er að ekki er hægt að bóka neitt á síðunni.

Þetta er hinsvegar allt uppspuni og enginn veit hver stendur að baki auglýsingaherferðarinnar um eyjuna Eroda. Margir hafa kannað málið, flett eyjunni upp, rakið myndirnar sem sýna myndarlega fjalllenda eyju og komist að því að eyjan er hreinlega ekki til. Myndir sem finna má í kynningarefni um eyjuna koma flestar frá St Abbs í norðaustur Skotlandi. 

Orðin sem notuð í kynningu á eyjunni eru öll mjög einföld og óræðin. Ekkert er mjög nákvæmt, en þó allt mjög trúlegt. Þar á til að mynda að vera knæpan hennar Sally og fiskmarkaðurinn hans Flanagan, þó hvorki Sally né Flanagan séu til. Ferjan fer fimm sinnum á dag úr höfn á Eroda en ekki tilgreint hvert ferjan siglir. Það er þó ekki mælt með því að yfirgefa eyjuna á oddatölu dögum.

Vel falin slóð 

Neðst á síðunni stendur að höfundarrétturinn sé í eigu Visit Eroda Tourism Board síðan 2004. Einföld leit á lénasíðunni WHOIS leiðir í ljós að vefsíðan var stofnuð fyrir aðeins mánuði síðan, þann 28. október 2019 og hefur því ekki verið uppi síðan 2004. 

Þegar betur er kannað hver á lénið VisitEroda.com kemur í ljós að lénið er skráð í eigu maktmonitor.com, sem er fyrirtæki sem er notað til að fela raunverulega eigendur vefsíðna. 

Þessa mikla fyrir höfn gefur til kynna að þessi auglýsingaherferð sé skipulögð frá grunni. Miðað við auglýsingamöppuna á Facebook, þar sem 68 mismunandi auglýsingar frá Visit Eroda eru skráðar er líklegt að vasar eigandans séu djúpir. 

Böndin berast að breskri poppstjörnu

Við markaðssetningu á samfélagsmiðlum eru valdir afmarkaðir hópar sem auglýsingarnar birtast hjá. Þetta geta til dæmis verið konur á miðjum aldri sem líkað hafa við sænsku hljómsveitina Abba. Já eða allir þeir sem hafa smellt á „Líkar við“-hnappinn á síðu bresku poppstjörnunnar Harry Styles. 

Við frekari skoðun kemur í ljós að auglýsingunum hefur einmitt verið beint að þeim sem eru hrifinir af Styles. 

Böndin berast að Harry Styles.
Böndin berast að Harry Styles. mbl.is/AFP

Auk þessara beinu tengsla má nefna að tónlistarmaðurinn tók upp tónlistarmyndband í St Abbs í síðasta mánuði. Styles hyggst á að gefa út nýja plötu eftir tvær vikur og hafa því nokkrir velt fyrir sér hvort þessi Eroda-mistería sé til þess gerð að vekja athygli á plötunni. Einskonar listrænn gjörningur og ádeila á auglýsingamarkaðinn. 

Ekkert fæst þó staðfest frá talsmönnum eða plötuútgáfu Harry Styles og því er ráðgátan um töfrandi eyjuma Eroda enn óráðin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert