Uppáhaldsborgir Renée Zellweger

Renée Zellweger.
Renée Zellweger. AFP

Renée Zellweger ljóstraði upp því sem er í uppáhaldi hjá henni í viðtali við tímaritið In StyleZellweger hefur ferðast víða vinnu sinna vegna og á auk þess peninga til þess að fljúga á fyrsta farrými út um allan heim. Uppáhaldsstaðir hennar eru þó ekki mjög exótískir. 

Zellweger segir það fara eftir dögum hvert hún myndi helst vilja ferðast. Hún segist þó elska að fara til Parísar, New York, London, Toronto, Amstardam, Charleston og New Orleans. Íslendingar þekkja margar af þessum borgum ansi vel enda flogið beint til allra þeirra nema Charleston og New Orleans í Bandaríkjunum. 

Zellweger sleppir því ekki að fara í ræktina þegar hún ferðast en hún segist vera með sérstakelega dýrt kort í líkamsræktarstöð sem gerir henni kleift að fara í líkamsræktarstöðvar um allan heim. 

Renée Zellweger er hrifin af París.
Renée Zellweger er hrifin af París. AFP
mbl.is