Gerði sér upp veikindi til að fá stærra sæti

Konan vildi fá stærra sæti.
Konan vildi fá stærra sæti. mbl.is/Colourbox.dk

Það borgar sig ekki að reyna að svindla á flugfélögum. Bandarísk kona var handtekin um helgina eftir að hún gerði sér upp alvarleg veikindi til þess að fá stærra sæti. Ekki fór betur en svo að flugvélin sneri við vegna uppátækisins að því fram kemur á vef NBC.  

Flugmaður í flugvélinni tilkynnti neyðartilvik og sneri flugvélinni við þar sem að konan sagðist eiga erfitt með andardrátt. Konan var á leið frá Pensacola til Miami þegar flugvélinni var snúið við aftur til Pensacola. Þar tók lögreglan á móti konunni og konan viðurkenndi að hún hefði ekki átt við veikindi að stríða í alvörunni.

Konan neitaði upphaflega að yfirgefa flugvélina en að lokum náðu yfirvöld sem og flugmaðurinn að sannfæra konuna um að yfirgefa flugvélina. 

mbl.is