Hvar er ódýrast að vera í heiminum?

Delí er ódýrasta borgin.
Delí er ódýrasta borgin. Ljósmynd/Wikipedia

Það getur verið kostnaðarsamt að fara í ferðalag. Það er þó misdýrt eftir því til hvaða landa maður fer. Breski bankinn  tók saman hversu mikið einn dagur kostar í 35 borgum víðs vegar um heiminn. 

Viðmið Starling var að ferðamaðurinn myndi borða 3 máltíðir yfir daginn, skoða einhverja ferðamannastaði, ferðast um borgina (fram og til baka) og gista eina nótt. 

Delí á Indlandi kom best út úr samanburðinum en þar þarf ferðamaður aðeins að eyða rúmum 28 pundum, eða 4.425 íslenskum krónum á degi hverjum. Almenningssamgöngur í Delí eru gríðarlega ódýrar sem og er meðalverðið á hvers kyns iðju ferðamanna lágt. 

Kaíró í Egyptalandi er afskaplega hagstæð.
Kaíró í Egyptalandi er afskaplega hagstæð. AFP

Kaíró í Egyptalandi var í öðru sæti og aðeins einu pundi dýrari en Delí. Þar spilaði inn í lágt verð á hóteli. 

Istanbúl í Tyrklandi var í þriðja sæti, en þar eru almenningssamgöngur einni afar ódýrar. Ferðamaður þarf aðeins að eyða 35 pundum á dag til að una sér vel í Istanbúl.

Kúala Lúmpúr í Malasíu var fjórða ódýrasta borgin fyrir ferðamenn í samanburði Starling. Þar kemst ferðamaður upp með að eyða aðeins 40 pundum á dag eða rúmum 6.300 krónum. 

Beijing í Kína er fimmta ódýrasta borgin, en þar þarf ferðamaður aðeins að eyða tæpum 42 pundum á dag. Maturinn í Beijing er ódýr og sömuleiðis almenninssamgöngurnar. 

Bandaríkin dýr

Bandarísku borgirnar New York, Los Angeles og Miami ásamt bresku höfuðborginni London, hvíla á botni listans en ferðamaður þarf að eyða hátt í 200 pund á hverjum degi þar. 

Þar spilar inn í að gisting og matur eru töluvert mikið dýrari en í Asíu og Mið-Austurlöndum. Þar getur einnig verið dýrt að fara í skemmtigarða eða skoðunarferðir um borgina.

New York er dýrust.
New York er dýrust. Ljósmynd/Pexels

Listi yfir borgirnar sem Starling bar saman, og meðalverðið fyrir hvern dag í breskum pundum.

  1. Delí, Indlandi – 28,22
  2. Kaíró, Egyptalandi – 29,22
  3. Istanbúl, Tyrklandi – 35, 51
  4. Kúala Lúmpúr, Malasíu – 40,32
  5. Beijing, Kína – 41,78
  6. Bangkok, Taílandi - 43,36
  7. Marrakesh, Morokkó – 43,96
  8. Líma, Perú – 45,34
  9. Buenos Aires, Argentínu – 45,81
  10. Varsjá, Póllando – 53,85
  11. Búdapest, Ungverjalandi – 63,17
  12. Lissabon, Portúgal – 65,79
  13. Prag, Tékklandi - 66,18
  14. Jóhannesarborg, Suður-Afríku – 72,96
  15. Rio De Janiero, Brasilíu – 75,71
  16. Tókýó, Japan - 83,74
  17. Madríd, Spáni – 85,97
  18. Singapúr – 86,29
  19. Hong Kong, Kína – 91,37
  20. Sydney, Ástralíu – 103,10
  21. Tel Aviv, Ísrael – 107,47
  22. Róm, Ítalíu – 108,33
  23. Vín, Austurríki – 110,53
  24. Auckland, Nýja Sjálandi – 113,40
  25. Barcelona, Spáni – 114,98
  26. Cancún, Mexíkó – 115,68
  27. Santiago, Síle – 117,83
  28. Amsterdam, Hollandi – 121,52
  29. Dubai, Sameinuðu arabísku furstadæmunum – 137,40
  30. París, Frakklandi – 145,38
  31. Punta Cana, Dóminíska lýðveldinu – 146,05
  32. Miami, Bandaríkjunum – 147,42
  33. Lundúnir, Bretlandi – 160,30
  34. Los Angeles, Bandaríkjunum – 168,95
  35. New York, Bandaríkjunum  179,15
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert