Konur landsliðsmanna á heitasta Instagram-stað Lundúna

Alexandra Helga og Móeiður gerðu vel við sig á hinum …
Alexandra Helga og Móeiður gerðu vel við sig á hinum vinsæla Sketch í Lundúnum. Skjáskot/Instagram

Ef það er einhver veitingastaður í Lundúnum sem er vinsæll meðal virkra á Instagram þá er það bleiki staðurinn Sketch í Vestur-Lundúnum. Þær Alexandra Helga Ívarsdóttir og Móeiður Lárusdóttir, konur landsliðsmannanna Gylfa Þórs Sigurðssonar og Harðar Björgvins Magnússonar, eru auðvitað með puttann á púlsinum og skelltu sér á staðinn í vikunni. 

Ein af ástæðunum fyrir því að staðurinn er svona gífurlega vinsæll er hversu skemmtilegar myndir er hægt að taka af sér og deila á samfélagsmiðlum. Allt er í bleikum tónum og bleiku sófasettin á staðnum eru heimsfræg. Jólastemning var á staðnum þegar þær Alexandra Helga og Móeiður kíktu við og skemmti ballettdansari gestum með fallegum hreyfingum. 

Þær Alexandra Helga og Móeiður eru ekki einu íslensku áhrifavaldarnir sem kunna að meta bleika staðinn. Einn heitasti DJ-landsins, DJ Dóra Júlía, greindi einmitt frá því í viðtali við Matarvef Mbl.is að Sketch væri einn af hennar uppáhaldsveitingastöðum erlendis. Dóra Júlía er ekki bara þekkt fyrir að vera DJ þar sem hún er afar vinsæl á samfélagsmiðlinum Instagram. 

Það er ekki leiðinlegt að heimsækja staðinn þegar ferðast er til Lundúna og smella af sér mynd. Ferðavefurinn mælir þó með því að bóka borð á netinu áður en lagt er af stað.  

Bleikur er hann og fagur.
Bleikur er hann og fagur. Ljósmynd/Sketch
Dýrindis góðgæti á boðstólnum.
Dýrindis góðgæti á boðstólnum. Ljósmynd/Sketch
mbl.is