10 staðir í heiminum sem Aniston elskar

Jennifer Aniston hefur ferðast víða.
Jennifer Aniston hefur ferðast víða. AFP

Veistu ekki hvert þú átt að fara í skíðaferðalag, borgarferðalag eða afslöppun á strönd? Uppáhaldsstaðir Friends-stjörnunnar Jennifer Aniston gætu þá kannski gefið góða hugmynd um frábæra staði í útlöndum. Aniston er sögð halda sig við hefðbundna ferðamannastaði á vef The Travel

Cabo, Mexíkó

Aniston er sögð halda mikið upp á Cabo San Lucas í Mexíkó. Þangað ferðast hún með fjölskyldu og vinum og slakar vel á. 

Telluride, Colorado í Bandaríkjunum

Aniston er sögð skella sér til Telluride þegar hún vill komast í brekkurnar. Hún og fyrrverandi eiginmaður hennar, Justin Theroux, áttu það til að skella sér á skíði með vinum eins og leikaranum Jason Bateman. 

Bora Bora

Aniston og Theroux fóru í lúxusbrúðkaupsferð til Bora Bora eftir að þau giftu sig. Hjónabandið entist kannski ekki en það var líklega ekki þessari dásamlega ferðmannastað að kenna. 

París, Frakkland

Aniston virðist alltaf fara aftur og aftur til Parísar. Borgin er auðvitað þekkt fyrir tísku, fallegar byggingar, einstaka list og frábært vín og mat. 

Como-vatn, Ítalía

George Clooney er þekktur fyrir að eiga eitthvað í líkindum við höll við vatnið og er staðurinn vinsæll ferðamannastaður meðal þeirra ríku og frægu, þar á meðal Jennifer Aniston. Ekki má gleyma því að íslenska knattspyrnustjarnan Gylfi Þór Sigurðsson kvæntist eiginkonu sinni, Alexöndru Helgu Ívarsdóttur við vatnið síðastliðið sumar. 

Portofino, Ítalía

Ítalska rivíeran er þekktur áfangastaður hjá Hollywood-stjörnum. Bærinn Portofino er talinn einn af þeim fegurri við Miðjarðarhafið. 

Brando, Tahíti

Aniston skellti sér á strönd og í slökun til Tahíti eftir skilnaðinn við Justin Theroux.

New York, Bandaríkin

Hver elskar ekki New York? Jennifer Aniston bjó lengi í borginni og fer reglulega þangað. 

Malibu, Bandaríkin

Malibu-strönd er nálægt heimili Jennifer Aniston og nýtur hún þess að vera á svæðinu. 

Chicago, Bandaríkin

Chicago heillar ekki bara Íslendinga sem vilja fara í beint flug til Bandaríkjanna heldur einnig Friends-stjörnuna Jennifer Aniston. 

Jennifer Aniston.
Jennifer Aniston. AFP
mbl.is