Ferðast með köttinn með sér

Bakpokarnir henta bæði fyrir ferðaglaða ketti og smáhunda.
Bakpokarnir henta bæði fyrir ferðaglaða ketti og smáhunda. Ljósmynd/yourcatbackpack.com

Kisubakpokar gera ferðalög kattareiganda svo miklu auðveldari. Í stað þess að hírast í mismeðfærilegum kattarbúrum er í staðinn hægt að skella heimiliskettinum ofan í bakpoka og sýna honum heiminn. 

Það voru gæludýraeigendur sem vildu ferðast með dýrin sín á auðveldan hátt sem upphaflega áttu hugmyndina að bakpokunum yourcatbackpack sem nú eru til í ýmsum stærðum og útgáfum. Það sem allar útgáfurnar eiga þó sameiginlegt er að bakpokinn er þægilegur fyrir gæludýraeigandann að bera og dýrið sem í honum dvelur, hvort sem um er að ræða smáhunda eða ketti.  

Leyfðu kisu að skoða heiminn með þér. Á heimasíðunni Your …
Leyfðu kisu að skoða heiminn með þér. Á heimasíðunni Your cat backpack er hægt að kaupa ýmsar útgáfur af gæludýrabakpokum. Ljósmynd/yourcatbackpack/@kittymojito

Útsýnisgluggi og loftgöt

Á bakpokanum er kúlulaga gluggi sem dýrið getur horft út um og þannig haft gaman af ferðinni með því að virða fyrir sér það sem fyrir augu ber. Glugganum má líka kippa út og leyfa loftinu að leika um feld dýrsins en annars eru góð loftgöt á bakpokanum svo það er alltaf nóg loft þar inni. Framleiðendurnir mæla með því að kisunni sé hleypt reglulega á klósettið en eins sé gott að verja töskuna að innan fyrir „slysum“. Er ekki kominn tími til að skipuleggja næsta ferðalag með kisu? 

Dýr eru forvitin um umhverfi sitt alveg eins og mannfólkið. …
Dýr eru forvitin um umhverfi sitt alveg eins og mannfólkið. Ef þig hefur dreymt um að sýna smáhundinum þínum eða heimiliskettinum heiminn þá ættirðu að skoða síðuna yourcatbackpack.com. Ljósmynd/mycatbackpack/@jackjackthekitty
mbl.is