Jólalegra í Kína en Bandaríkjunum að mati Ólafs

Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff eru komin til Bandaríkjanna.
Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff eru komin til Bandaríkjanna. Ómar Óskarsson

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir meira skreytt fyrir jólin í Kína en í Bandaríkjunum. Ólafur og eiginkona hans Dorrit Moussaieff eru nýlent í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington D.C.

Forsetahjónin fyrrvernandi dvöldu í Peking í Kína í vikunni sem leið og hvert sem þau fóru var mikið skreytt fyrir jólin. Ólafur skrifaði á Twitter að þessi nýupptekna hefð Kínverja komi honum á óvart og veltir því fyrir sér hvort þetta sé það sem koma skal. 

Bandaríkjamenn eru að sjálfsögðu þekktir fyrir sínar gríðarmiklu jólaskreytingar en Ólafur segir að Kína toppi Bandaríkin þetta árið. mbl.is