Fyrsta deit á ferðalagi

Langar þig á stefnumót og í ferðalag? Því ekki að …
Langar þig á stefnumót og í ferðalag? Því ekki að slá tvær flugur í einu höggi og skrá sig á Fairytrail, appið sem kemur fólki saman á nýjum og spennandi áfangastöðum. Ljósmynd/Thinkstock

Nýtt app býður einhleypu fólki upp á áhugaverða þjónustu. Ekki eingöngu parar appið fólk saman heldur parar það líka saman í ferðalag. Fyrir fólk sem hefur gaman af ferðalögum getur appið verið áhugaverð leið til þess að finna sér maka.

Appið sem um ræðir heitir Fairytrail. Það minnir í raun á Tinder sem einhleypt fólk hefur mikið notað. Notendur búa til „prófæl“, setja inn mynd af sér og helstu upplýsingar. Síðan eins og á Tinder skoða notendur hver annan og gefa „læk“. Ef einhverjir passa saman eru þeir beðnir að velja áfangastað sem þeir gætu hugsað sér að heimsækja með viðkomandi einstaklingi. Ef báðir aðilar velja sama áfangastað getur parið talað saman en meginmarkmiðið er hins vegar að það fari á stefnumót á umræddum áfangastað. Stefnumótið er skipulagt af Fairytrail og leitt af fararstjóra og á því er einnig annað fólk sem hefur skráð sig á appinu.

Svona lítur Fairytrail appið út. Þú
Svona lítur Fairytrail appið út. Þú "lækar" fólk sem þig langar til að fara á stefnumót með og velur síðan áfangastað. Ljósmynd/fairytrail.com

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Fairytrail er markmið appsins að koma fólki sem hefur áhuga á því að gera eitthvað skemmtilegt saman. Segja eigendur að appið henti sérstaklega vel fólki sem er mikið á ferðinni og hafi áhuga á ferðalögum. Appið sparar fólki tíma og vandræðagang því það þarf alls ekki að vera vandræðalegt að fara á stefnumótið í gegnum appið þar sem um hópdeit sé að ræða. Og ef ekkert verður úr sambandinu þá fá notendur a.m.k. skemmtilega ferðaupplifun. Hins vegar er hvert stefnumót tveir dagar og það er spurning hvort fólk sé tilbúið að fara á svo langt fyrsta stefnumót!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert